top of page

Heilsuefling

Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja öðlast öryggi í styrktarþjálfun, efla heilsuvitund og auka vellíðan í gegnum hreyfingu.

 

Námskeiðið er opið öllum einstaklingum með litla reynslu í þrek- og styrktarþjálfun sem vilja taka skref að bættu líferni í öruggu og hvetjandi umhverfi.

Umsjón: Óttar Guðlaugsson

Námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar styrktaræfingar sem munu taka mið að því að bæta úthald og styrk á mismunandi hátt. Einnig verður fræðsla í næringu, svefn og hreyfingu sem mun gefa einstaklingum betri verkfæri í verkfærakistuna til að bæta eigið heilbrigði eftir lok námskeiðsins.

Markmið

Markmiðið er að auka öryggistilfinningu og líkamsbeitingu í styrktaræfingum með handleiðslu þjálfara og efla þekkingu á heilsuvitund í tengslum við athafnir daglegs lífs.

Innifalið

Námskeiðið er 2x í vikur undir handleiðslu þjálfara

Fræðsla

Ráðleggingar með heimaæfingar og hreyfingu

bottom of page