top of page

Hópaþjálfun fyrir einstaklinga sem glíma við hjarta-, æða- og lungnavandamál. Hóparnir eru litlir eða 3-5 manns í einu þar sem hver og einn vinnur út frá sínum vandamálum og eftir getu.

Þjálfun er nauðsynleg eftir að einstaklingur lendir í inngripi eftir hjarta-, æða- og lungavandamál ásamt því að fyrirbyggja þessi sömu vandamál.

Umsjón: Stefán Magni Árnason

Hjartaendurhæfingu er yfirleitt skipt niður í þrjú stig:

  • I stig

Þetta stig varir yfirleitt í 3-6 vikur þar sem skjólstæðingur kemur í þjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara 2x í viku þar sem fylgst er með lífsmörkum meðan æft er með mælingu á blóðþrýsting, púls og mettun. Ásamt því að stunda létta styrktarþjálfun

  • II stig

Varir yfirleitt í 6-8 vikur þar sem álag er aukið og styrktarþjálfun verður meiri. Áfram er fylgst með lífsmörkum. Fyrir þetta stig er oft tekið þolpróf (td 6 mínútna göngurpróf) til að meta hæfilegt æfingaálag og eins til að meta ástand hjartans.

  • III stig

Þrem mánuðum frá upphafi endurhæfingarinnar hefst yfirleitt 3 stigið. Fellst það yfirleitt í því að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur og oft á þessu stigi geta skjólstæðingar þjálfað á eigin vegum. Það er þó í boði hópatímar fyrir þetta stig hjá Sjúkraþjálfun Selfoss.

Uppsetning þjálfunar

Hjartaenduræfing er samsetning af þol- og styrktarþjálfun sem yfirleitt er framkvæmd í formi hópaþjálfunar.

Byrjar skjólstæðingurinn yfirleitt á þoltæki þar sem lífsmörk eru mæld fyrir, á meðan og í lok þjálfunar á þoltækinu. Mældur er blóðþrýstingur, púls og mettun í öll skiptin. Þeir sem hafa getu til fara svo í styrktaþjálfun eftir þoltækin sem er sérsniðin fyrir hvern og einn.

Mikilvægt er að byrja og enda á léttu álagi. Þeir sem eru úthaldslitlir hentar oft betur að æfa með hléum td að hjóla í 3 mínútur og hvíla í 1 mínútu. Svo þegar úthaldið eykst er svo hægt að auka við vinnutímann. Í lokin er svo mælst til þess að teygja létt á þeim vöðvum sem notaðir hafa verið í tímanum. 

​Áhrif þjálfunar

Hjartað er vöðvi og eins og aðrir vöðvar þarf það þjálfun til þess að styrkjast. Þegar hjartað verður sterkara verður geta þess betri til að dæla blóði um líkamann og þar með flytja súrefni og næringarefni til allra vefja líkamanns sem geta því starfað af bestu getur. Því er það ennþá mikilvægara að skjólstæðingar sem lenda í hjartavandamálum að stunda reglubundna þjálfun til að hámarka líkamlega getur sína.

Hjarta- og lungnaþjálfun

bottom of page