Sjúkraþjálfun Selfoss býður upp á alla almenna sjúkraþjálfun
Á stofunni er allt til alls, fyrirtaks aðstaða og búnaður, fimm lokuð meðferðarherbergi og vel útbúinn tækjasalur. Aðstaðan hentar vel fyrir þjálfun og endurhæfingu einstaklinga og smærri hópa
Fyrsti tími í sjúkraþjálfun er skoðunartími sem byrjar á viðtali og ítarlegri skoðun á líkamsstarfsemi og byggingu, getu og færni til athafna. Meðferð er svo ákveðin af sjúkraþjálfara og skjólstæðing í samræmi við skoðun og markmið
Við bjóðum upp á eftirfarandi þjálfun og meðferðir
-
Fyrir og/eða eftir aðgerðir, slys eða veikindi
-
Við stoðkerfisverkjum
-
Meðgöngu- og kvenheilsusjúkraþjálfun
-
Hjarta- og lungnaþjálfun
-
Vinna gegn einkennum taugasjúkdóma og bæta færni
-
Vinna gegn álagseinkennum og -meiðslum
-
Fyrirbyggja íþróttameiðsli og bæta frammistöðu
-
Bæta hreyfistjórn, jafnvægi, stöðugleika og færni
-
Örva hreyfiþroska
-
Rafmagns- og bylgjumeðferðir
-
Nálastungur
-
Mjúkvefjameðferð
-
Liðlosun