Hópaþjálfun með áherslu á æfingar fyrir einstaklinga með slitgigt eða eru með skertan styrk í neðri útlimum. Hópaþjálfunin hentar einstaklingum sem vilja bæta styrk í neðri og efri útlimum. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa líkamsvitund, líkamsstöðu og jafnvægi.
Litlir hópar með 4-5 manns saman í hóp þar sem hver og einn þjálfar eftir sinni getu.
Umsjón: Nína Dóra Óskarsdóttir sjúkraþjálfari
Uppsetning þjálfunar
-
6 vikna námskeið
-
Æft er 2x í viku 50-60 mín
-
Mælingar í byrjun og lok námskeiðs
-
Í fyrsta tímanum er 20 mínútna fræðsla um styrktarþjálfun, þolþjálfun, farið yfir einkenni slitgigtar og ávinning þjálfunar.
Uppsetning tímanna
-
Upphitun
-
Stöðvaþjálfun, unnið í 45 sek og hvíld í 20 sek
-
Áhersla á styrk, þol, jafnvægi og líkamsvitund
-
Teygjur í lok tímans
Afhverju hópþjálfun
-
Tækifæri til þess að hitta aðra í svipaðri stöðu, deila reynslu, getur verið hvetjandi.
Hvað er slitgigt?
-
Breytingar í liðbrjóski, ójafnvægi verður á milli uppbyggingu og niðurbrot brjósks og nær ekki að endurnýja sig.
-
Niðurbrot verður meira en endurnýjun.
-
Hefur áhrif á allan liðinn, bein og mjúkvefir geta orðið fyrir breytingum.
-
Sjúkdómseinkennin geta verið eymsli, minnkuð hreyfing, marr eða brak.
-
Getur leitt til stirðleika og valdið verkjum.
-
Helstu liðir sem verða fyrir óþægindum eru hendur, einkenni í hnjám og mjöðmum.
-
Orsakir slitgigtar er óþekkt, ýmsir áhættuþættir geta haft áhrif eins og aldur, kyn, erfðir og líkamsþyngd.
Áhrif þjálfunar
-
Getur haft jákvæð áhrif á brjósk í liðunum. Hæfilegt álag er talið vera lykillinn til að halda jafnvægi á niðurbroti og uppbyggingu í liðbrjóskinu. Þegar við hreyfum okkur erum við að næra liðina sem er gríðarlega mikilvægt fyrir einstaklinga með slitgigt.
-
Getur aukið úthald, fólk upplifir minna erfiði við líkamlega áreynslu.
-
Getur bætt vöðvastyrk og haft áhrif á getu vöðvanna til þess að vinna.
-
Getur bætt starfsemi hjarta -og æðakerfi, haft jákvæð áhrif á súrefnisflutning til vöðvanna.
-
Regluleg hreyfing og styrktarþjálfun getur haft áhrif á beinin.
-
Auk þess getur regluleg hreyfing haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting, blóðsykur og líkamssamsetningu.